fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Bálreið vegna umfjöllunar fjölmiðla um eiginmanninn: Fyrirsögnin ósmekkleg – ,,Hvernig getur þú ætlast til þess?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem kannast við konu sem ber heitið Alice Campello en hún er eiginkona framherjans Alvaro Morata.

Morata hefur fengið nóg af gagnrýninni á EM í Þýskalandi en frammistaða hans til þessa hefur verið í umræðunni.

Spænski miðillinn El Confidencial fór mögulega yfir strikið eftir helgi stuttu fyrir leik Spánar og Frakklands í gær en Spánn vann þann leik 2-1 og er komið í úrslit.

El Confidencial sagði Morata vera til skammar og þá ekki bara fyrir eigin frammistöðu heldur einnig ummæli sem hann lét falla.

Morata tjáði sig nýlega að hann væri að fá alltof harða gagnrýni í heimalandinu og segir að á Spáni sé engin virðing borin fyrir neinum leikmönnum.

El Confidencial nýtti sér það og sagði hegðun Morata í raun vandræðalega og að hann væri ekki að gera Spánverjum neinn greiða með þessari framkomu.

Campello, eiginkona Morata, var ekki lengi að svara þessari frétt El Confidencial og gagnrýnir þessa frétt miðilsins harkelga.

,,Ég hata að spila okkur sem fórnarlömb hérna og gera meira úr þessu en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér, fyrirgefiði, hvernig er þetta eðlilegt?“ sagði Campello.

,,Það eina sem mér finnst lélegt er þessi blaðamennska, þú lærðir þessa sarfsgrein og þú ákveður að nota þessa fyrirsögn þegar Spánn er að spila undanúrslitin.“

,,Það er ótrúlegt fyrir mér að frekar en að hvetja leikmann áfram þá ákveður þú að reyna að drekkja honum. Hvernig getur þú ætlast til þess að hann gefi sitt besta fyrir landið þegar hann telur að enginn hafi trú á sér?“

,,Hvað er markmiðið með þessari fyrirsögn? Að búa til ennþá meira hatur í garð leikmannsins?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“