fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Sjáðu ótrúlega breytingu: Missti næstum 40 kíló á fimm mánuðum – Svona fór hann að því

433
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verða oft til stjörnur utan vallar á stórmótum í fótbolta og ein slík er Dan Clibbon, stuðningsmaður Englands. Hann ræddi við The Sun sama dag og England sló Sviss út í 8-liða úrslitum EM á laugardag.

Dan hefur vakið gríðarlega athygli fyrir þyngdartap sitt á árinu, en frá því í janúar og þar til í júní, skömmu fyrir EM, missti hann tæp 40 kíló. Endaði hann á að keppa í vaxtarræktarmóti á dögunum þar sem hann hreppti bronsið.

Dan, sem er um 1,70 metrar á hæð, vó tæp 110 kíló í janúar þegar hann ákvað að taka sig á. Gerði hann það í kjölfar þess að hann komst að því að hann og kærasta hans ættu von á barni í haust. Sá hann þetta sem sitt tækifæri.

Dan er gjörbreyttur.

Í fimm mánuði lyfti hann eldsnemma á morgnanna, gekk 10 þúsund skref á dag og tók um 40 mínútna brennsluæfingu á kvöldin. Þá hætti hann að drekka áfengi og borða óhollan mat. Með þessu missti hann ekki aðeins tæp 40 kíló heldur fór fituprósenta hans einnig úr 40% í 5%.

„Ég hef alltaf verið feitur en mig langaði alltaf í vaxtarrækt svo þegar ég komst að því að ég væri að verða pabbi fannst mér þetta vera eina tækifærið,“ segir Dan, sem nýtur þess þó nú að borða og drekka það sem hann vill á EM í Þýskalandi.

Dan segir matarræði hans hafa farið úr ruslfæði og bjór í próteindrykki, kjúkling og grænmeti. Hann hafi á þessum fimm mánuðum oft dauðlangað í eitthvað annað en sér ekki eftir neinu.

Svo gæti farið að Dan keppi fyrir hönd Bretlands á HM í vaxtarrækt í október. Hann ætlaði sér aldrei að taka þátt í fleiri mótum en þessu eina á dögunum en það gæti verið erfitt að hafna sæti á mótinu í Seúl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Loksins sigur hjá lærisveinum Ólafs Inga

Loksins sigur hjá lærisveinum Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Í gær

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“
433Sport
Í gær

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja