fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Tilfinningarnar tóku yfir er hann hefndi fyrir mistökin 2021: Fór áður að gráta eftir svipað augnablik – ,,Græt ekki þegar ég er leiður“

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 21:30

Bukayo Saka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker viðurkennir að hann hafi nánast tárast er hann sá Bukayo Saka skora úr vítaspyrnu gegn Sviss á dögunum í 8-liða úrslitum EM.

Saka klikkaði á mikilvægri spyrnu á EM 2020 en England tapaði úrslitaleiknum gegn Ítalíu það ár.

Saka skoraði hins vegar af miklu öryggi er hann steig á punktinn að þessu sinni sem minnti Lineker á fyrrum liðsfélaga sinn Stuart Pearce sem lenti í því sama á sínum tíma.

,,Tilfinningarnar tóku aðeins yfir þegar ég horfði á þetta. Þetta minnti mig á vítaspyrnu Stuart Pearce,“ sagði Lineker.

,,Pearce klikkaði á vítaspyrnu 1990 þegar ég var að spila. Ég þekki Stuart, þið þekkið Stuart. Hann er svo mikill toppmaður og var frábær leikmaður.“

,,Svo árið 1996 spiluðum við gegn Spánverjum og hann tók aðra vítaspyrnu. Ég óskaði þess að hann myndi skora, ekki klúðra, allir í stúkunni voru að hugsa það sama.“

,,Hann skoraði svo úr spyrnunni og ég fór að gráta, ég var í stúkunni, grátandi af gleði. Ég græt ekki þegar ég er leiður, ég græt þegar ég er ánægður.“

,,Vítaspyrna Saka minnti mig á þetta augnablik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni