fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Skrýtin staða hjá United – Starfsfólkið ekki fengið að vita neitt

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Jadon Sancho, leikmanns Manchester United, er í algjörri óvissu. Hann á að snúa til æfinga í þessari viku.

Sancho var á láni hjá sínu gamla félagi, Dortmund, seinni hluta síðustu leiktíðar eftir stríð við Erik ten Hag, stjóra United. Það bendir ekkert til þess að samband þeirra hafi batnað eftir því sem fram kemur í enskum miðlum og Sancho því væntanlega á förum.

Sem fyrr segir á hann hins vegar að snúa aftur til æfinga í þessari viku en ekki einu sinni starfsfólk á æfingasvæði United veit hvað félagið ætlar sér að gera varðandi Sancho. Ekki er tekið fram hvort hann eigi að mæta til æfinga með öðrum leikmönnum aðalliðsins, hvenær hann á að fara í þolpróf og þess háttar. Engin dagskrá hefur verið sett upp fyrir kappann.

Sancho kostaði United 73 milljónir punda árið 2021 en hann kom einmitt frá Dortmund. Félagið vill losna við hann af launaskrá en hann þénar um 300 þúsund pund á viku. Dortmund vildi fá hann alfarið til sín aftur en hefur ekki efni á honum.

United vill fá um 45 milljónir punda fyrir kantmanninn og sem stendur hefur ekkert félag sýnt raunverulegan vilja til að klófesta hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Í gær

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba