fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Skyndilega er svart ský yfir Hlíðarenda – „Eiginlega bara óásættanlegt“

433
Laugardaginn 6. júlí 2024 07:00

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur féll úr leik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum gegn KA. Liðið er þá 8 stigum á eftir toppliði Víkings í Bestu deildinni en á þó leik til góða. Það var rætt um gengi Vals í hlaðvarpi Íþróttavikunnar.

„Það stefnir í það að Valur fari í titlalaust tímabil annað árið í röð. Það er bara ekki gott,“ sagði Hörður Snævar Jónsson þar.

Helgi Fannar Sigurðsson tók undir þetta.

„Það er eiginlega bara óásættanlegt, ég tala nú ekki um þar sem þú færð Gylfa Þór Sigurðsson heim fyrir þetta tímabil,“ sagði hann.

„Og þú færð jafnbesta leikmann Íslandsmótsins til þessa, Jónatan Inga, hann er búinn að vera frábær,“ skaut Hörður þá inn í.

Jónatan Ingi er að eiga gott tímabil. Mynd: DV/KSJ

Helgi tók til máls á ný.

„Þetta er „win now“ lið sem er verið að setja saman á Hlíðarenda og að vinna ekkert enn eitt árið er bara óásættanlegt.“

Arnar Grétarsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Vals. Liðið vann engan titil í fyrra heldur.

„Það var fín framför á liðinu undir stjórn Arnars Grétarssonar í fyrra en bikarinn situr væntanlega í mönnum. Tap gegn Grindavík á heimavelli í fyrra og nú lið í fallbaráttu, KA. Ef ég væri stuðningsmaður Vals myndi ég gera kröfu að í níu af hverjum tíu leikjum vinni Valur KA,“ sagði Hörður en benti á að ekki væri öll von úti fyrir Val á þessari leiktíð.

„Við tölum eins og þetta sé búið en þeir verða að trúa því að þetta sé ennþá séns, að Víkingarnir gefi eftir í sinni Evrópureisu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir