Varnarmaðurinn Dani Carvajal er kallaður ‘snillingur’ af mörgum eftir ákvörðun sem hann tók á EM í gær.
Carvajal fékk tvö gul spjöld í leik Spánar og Þýskalands og mun missa af undanúrslitaleiknum ásamt Robin Le Normand.
Seinna spjaldið skiptir þó engu máli en Carvajal var nú þegar kominn í leikbann með eitt gult spjald.
Hann fórnaði sér á lokametrum leiksins og braut á Jamal Musiala er staðan var 2-1 fyrir Spánverjum.
Aukaspyrna var dæmd en ekkert varð úr henni og fagna Spánverjar sigri í viðureigninni.
Þetta má sjá hér.
Don Daniel Carvajal ha escrito una página dorada en la historia del fútbol.
— gam (@mbapadre) July 5, 2024