fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Englendingar vonast til að athæfi Bellingham á Spáni hjálpi honum í málinu um fagnið umtalaða

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 09:01

Fagnið umtalaða. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn ekki ljóst hvort enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham verði refsað fyrir athæfi sitt er hann fagnaði marki sínu í sigri á Slóvakíu í 16-liða úrslitum EM um síðustu helgi. Svipað athæfi hans á Spáni í vetur gæti hjálpað.

Eftir ömurlega frammistöðu Englands bjargaði Bellingham liðinu með því að jafna með hjólhestaspyrnu í blálok venjulegs leiktíma. Enska liðið vann svo í framlengingu.

Handahreyfingar hans er hann fagnaði marki sínu vöktu athygli og var því velt upp hvort þær gætu komið honum í vandræði. Vill hann sjálfur meina að þær hafi beinst að vinum hans í stúkunni en ekki varamannabekk Slóvaka, eins og hefur verið haldið fram.

Meira
Sjáðu hvað Bellingham gerði í gær og náðist á myndband – Lendir hann í vandræðum?

Verði Bellingham fundinn sekur um óviðeigandi hegðun fær hann sekt eða bann. Hjá enska knattspyrnusambandinu eru menn bjartsýnir á að Bellingham fái ekki bann. Sekt þykir líklegri niðurstaða og svo gæti farið að niðurstaða fáist ekki einu sinni í málið fyrr en eftir EM.

Nú kemur fram í enskum miðlum að það gæti hjálpað Bellingham að hann fagnaði á svipaðan hátt í leik Real Madrid gegn Barcelona í vetur. Það sanni að fagnið hafi ekki beinst að leikmönnum Slóvakíu.

UEFA sendi Bellingham bréf í gær þar sem sambandið krafði hann um að útskýra sitt mál. Honum voru gefnir þrír sólarhringar til að svara.

England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM á morgun og má sem stendur búast við að Bellingham spili þann leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England