fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Englendingar vonast til að athæfi Bellingham á Spáni hjálpi honum í málinu um fagnið umtalaða

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 09:01

Fagnið umtalaða. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn ekki ljóst hvort enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham verði refsað fyrir athæfi sitt er hann fagnaði marki sínu í sigri á Slóvakíu í 16-liða úrslitum EM um síðustu helgi. Svipað athæfi hans á Spáni í vetur gæti hjálpað.

Eftir ömurlega frammistöðu Englands bjargaði Bellingham liðinu með því að jafna með hjólhestaspyrnu í blálok venjulegs leiktíma. Enska liðið vann svo í framlengingu.

Handahreyfingar hans er hann fagnaði marki sínu vöktu athygli og var því velt upp hvort þær gætu komið honum í vandræði. Vill hann sjálfur meina að þær hafi beinst að vinum hans í stúkunni en ekki varamannabekk Slóvaka, eins og hefur verið haldið fram.

Meira
Sjáðu hvað Bellingham gerði í gær og náðist á myndband – Lendir hann í vandræðum?

Verði Bellingham fundinn sekur um óviðeigandi hegðun fær hann sekt eða bann. Hjá enska knattspyrnusambandinu eru menn bjartsýnir á að Bellingham fái ekki bann. Sekt þykir líklegri niðurstaða og svo gæti farið að niðurstaða fáist ekki einu sinni í málið fyrr en eftir EM.

Nú kemur fram í enskum miðlum að það gæti hjálpað Bellingham að hann fagnaði á svipaðan hátt í leik Real Madrid gegn Barcelona í vetur. Það sanni að fagnið hafi ekki beinst að leikmönnum Slóvakíu.

UEFA sendi Bellingham bréf í gær þar sem sambandið krafði hann um að útskýra sitt mál. Honum voru gefnir þrír sólarhringar til að svara.

England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM á morgun og má sem stendur búast við að Bellingham spili þann leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu