fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Rashford settur á sölulista – Sambandið við Ten Hag í molum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 18:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar að hlusta á tilboð í Marcus Rashford þar sem samband hans og knattspyrnustjórans Erik ten Hag er í molum.

The Sun greinir frá þessu en þar kemur jafnframt fram að Rashford og Ten Hag hafi varla talast við undir lok síðustu leiktíðar í kjölfar þess að sóknarmaðurinn var gripinn á djamminu í Belfast skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu.

Þarna hafði Ten Hag þegar aðvarað Rashford fyrir að fara á djammið í kjölfar taps gegn Manchester City í október.

Á dögunum varð ljóst að Ten Hag verður áfram stjóri United á næstu leiktíð og virðist framtíð Rashford því ráðin.

Talið er að United vilji um 80 milljónir punda fyrir leikmanninn en 60 milljónir punda er þó raunhæfara markmið eftir dapurt tímabil hans.

Rashford á að mæta aftur til æfinga á mánudag en svo virðist sem framtíð hans liggi annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu