fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Rashford settur á sölulista – Sambandið við Ten Hag í molum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 18:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar að hlusta á tilboð í Marcus Rashford þar sem samband hans og knattspyrnustjórans Erik ten Hag er í molum.

The Sun greinir frá þessu en þar kemur jafnframt fram að Rashford og Ten Hag hafi varla talast við undir lok síðustu leiktíðar í kjölfar þess að sóknarmaðurinn var gripinn á djamminu í Belfast skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu.

Þarna hafði Ten Hag þegar aðvarað Rashford fyrir að fara á djammið í kjölfar taps gegn Manchester City í október.

Á dögunum varð ljóst að Ten Hag verður áfram stjóri United á næstu leiktíð og virðist framtíð Rashford því ráðin.

Talið er að United vilji um 80 milljónir punda fyrir leikmanninn en 60 milljónir punda er þó raunhæfara markmið eftir dapurt tímabil hans.

Rashford á að mæta aftur til æfinga á mánudag en svo virðist sem framtíð hans liggi annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar