fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Birta mynd af tölunum úr púlsmæli Ronaldo – Náði að komast í ótrúlega ró fyrir seinna vítið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Whoop sem selur úr sem mæla púls, svefn og fleira hjá fólki hefur birt tölurnar hjá Cristiano Ronaldo í vítaspyrnukeppni gegn Slóveníu á dögunum.

Ronaldo er orðinn hluthafi í Whoop en úr þeirra hafa notið gríðarlega vinsælda.

Ronaldo komst í ótrúlega ró í vítaspyrnukeppninni en þar tókst honum að slaka algjörlega á.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en í fyrri hálfleik framlengingar fékk Portúgal vítaspyrnu. Ronaldo hágrét í hálfleik á framlengingu.

Ronaldo hafði skömmu áður klikkað á vítaspyrnu sem Diogo Jota hafði fiskað. Spyrna Ronaldo var föst en Jan Oblak varði vel frá honum. Ronaldo brotnaði niður við það.

Portúgalar voru sterkari en Pepe gerði slæm mistök í síðari hálfleik framlengingar og Benjamin Sesko slapp í gegn en lét verja frá sér. Ótrúlegt dauðafæri.

Í vítaspyrnkeppni voru Slóvenar ískaldir í byrjun og klikkuðu á þremur tveimur spyrnum sínum en Diogo Costa varði þær allir nokkuð vel. Cristiano Ronaldo skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgals og var mikið létt.

Bruno Fernandes skoraði úr annari spyrnu liðsins og Bernardo Silva tók þriðju spyrnuna og tryggði Portúgal sigurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu