fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Leikmönnum Englands verður ekki refsað – „Þegiðu aumingi, þegiðu sköllótta ruslið þitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 11:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham og Declan Rice verður ekki refsað fyrir hegðun sína í sigri Englands á Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í gær. Þetta kemur fram í helstu miðlum ytra.

Eftir ömurlega frammistöðu Englands bjargaði Bellingham liðinu með því að jafna með hjólhestaspyrnu í blálok venjulegs leiktíma. Enska liðið vann svo í framlengingu.

„Hver annar?“ sagði Bellingham eftir að hafa skorað markið en það eru handahreyfingar hans í kjölfarið sem vekja athygli og var því velt upp hvort þær gætu komið honum í vandræði.

Meira
Sjáðu hvað Bellingham gerði í gær og náðist á myndband – Lendir hann í vandræðum?

Sjálfur segir Bellingham að um einkahúmor hafi verið að ræða sem beindist að vinum hans í stúkunni, ekki varamannabekk Slóvakíu eins og hafði verið gefið í skyn.

Rice lenti þá í átökum við þjálfara Slóvaka, Francesco Calzona, eftir leik. Eftir að Calzona hafði stjakað við enska miðjumanninum lét Rice hann heyra það. Daily Mail fékk varalesara til að skoða hvað Rice sagði og á hann að hafa sagt: „Þegiðu aumingi, þegiðu sköllótta ruslið þitt.“

Rice á þó að hafa beðist afsökunar í kjölfarið.

Þeim verður sem fyrr segir ekki refsað af UEFA og mega spila leikinn gegn Sviss í 8-liða úrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasalan fer af stað á morgun