fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Kristján rak upp stór augu er hann var að stíga um borð í Herjólf – „Þetta er bara djók“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn geðþekki, Kristján Óli Sigurðsson, var hissa er hann mætti liði Keflavíkur á leið í Herjólf í gær. Hann sagði frá þessu í Þungavigtinni.

Kristján var á leið heim frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum en Keflvíkingar voru að mæta ÍBV og því á leið í hina áttina. Leikur liðanna í Lengjudeildinni hófst klukkan 16 en það vakti athygli Kristjáns að leikmenn Keflavíkur voru að mæta til Eyja aðeins einum og hálfum tíma fyrir leik.

„Þú þarft að bera virðingu fyrir útileikjum. Ég var að koma frá Eyjum í gær og átti bátinn 14:30. Þar voru Keflvíkingar að rölta út úr bátnum 90 mínútum fyrir leik. Kommon. Hvernig fór leikurinn?“ sagði Kristján, en Eyjamenn unnu leikinn 5-0.

„Þetta er bara djók. Báturinn byrjar að ganga klukkan 8 á morgnanna. Drullastu bara til að taka fyrsta eða annan bát yfir. Þetta er bara ófagmannlegt og mér fannst þeir eiga skilið að tapa.“

Mikael Nikulásson var einnig í þættinum að vanda en hann telur að breytt ferðatilhögun hefði litlu breytt fyrir Keflvíkinga, en þeim hefur gengið illa undanfarið.

„Ég held það hefði ekki skipt miklu máli. Þeir eru í tómu rugli,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasalan fer af stað á morgun