fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Almenningur bregst við fréttum af Heimi – „Vandamálið vanhæfni þeirra í öllu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 09:00

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíka. Þar ytra eru skiptar skoðanir í kjölfar brotthvarfs Íslendingsins.

Heimir hefur stýrt jamaíska landsliðinu í tæp tvö ár en í gær var greindu miðlar ytra frá því að samband hans við knattspyrnusambandið þar í landi væri slæmt. Hann hættir því þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af samningi sínum.

Jamaíska sambandið þakkar Heimi kærlega fyrir sín störf, en á tíma sínum kom hann liðinu til að mynda í undanúrslit Gullbikarsins og nú síðast inn á Copa America. Þar lauk liðið keppni í nótt án stiga.

Í kjölfar frétta af brotthvarfi Heimis hafa skapast nokkuð miklar umræður á samfélagsmiðlum ytra á meðal stuðningsmanna landsliðsins. Margir gagnrýna knattspyrnusamband Jamaíka.

„Þetta endalausa rót á þjálfurum er eitthvað annað. Við hljótum að sjá nú að knattspyrnusambandið er vandamálið,“ skrifar einn netverji, en Heimir var þriðj þjálfari Jamaíka síðan 2021.

Fleiri tóku í svipaðan streng.

„Vandamálið verður alltaf knattspyrnusambandið og vanhæfni þeirra í öllu sem tengist fótbolta. Það þarf algjöra endurnýjun.“

Einhverjir sjá þó minna á eftir Heimi.

„Ég setti oft stórt spurningamerki við liðsval hans og taktík,“ skrifaði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu