fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Sambandið sjálft þurfti að biðjast afsökunar eftir að þetta myndband var birt: Fengu harkalega gagnrýni – ,,Ekki meiningin að ráðast á neinn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júní 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíska knattspyrnusambandið hefur þurft að biðjast afsökunar eftir gríðarlega umdeilt myndband sem var birt á samskiptamiðla.

Þar mátti sjá miðjumanninn Amadou Onana sem spilar með landsliðinu sem og Everton á Englandi.

,,Hver ætla að tækla sköflunginn á Mbappe,“ var sagt í þessu myndbandi og í kjölfarið var sungið nafn Onana.

Það var sjálft sambandið sem birti þessa óviðeigandi færslu sem fékk mikla og verðskuldaða gagnrýni.

Að sjálfsögðu gæti Mbappe stórslasast ef Onana myndi tækla sköflunginn á Frakkanum sem er einn besti fótboltamaður heims.

,,Það var ekki meiningin að ráðast á neinn. Við höfum verið að vinna með grínistanum Pablo Andres í langan tíma, þetta myndband þurfti að vera fyndið,“ skrifaði sambandið.

,,Við dæmdum þetta ekki rétt og höfum fjarlægt myndbandið. Við viljum biðja alla afsökunar sem tóku þetta inn á sig.“

Myndbandið má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonast til að eitthvað félag á Englandi bjargi sér úr erfiðri stöðu

Vonast til að eitthvað félag á Englandi bjargi sér úr erfiðri stöðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Í gær

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Í gær

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasalan fer af stað á morgun