fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Mikael kallar eftir breytingum hér heima – „Þyrfti að fara með þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu, Villi Vill í málið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. júní 2024 07:30

Mikael Nikulásson, þjálfari KFA og sparkspekingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari 2. deildarliðs KFA, kallar eftir samræmi milli deilda hér heima en hann telur ekki rétt að umspil sé í næstefstu deild karla en ekki 2. deild.

Í næstefstu deild, Lengjudeildinni, spila liðin í sætum tvö til fimm upp á að það að fylgja efsta liði deildarinnar upp í Bestu deildina. Þetta fyrirkomulag tók gildi í fyrra en í 2. deild er það enn þannig að efstu tvö liðin fara beint upp í deildina fyrir ofan.

„Auðvitað er ekkert sanngjarnt að Þórsarar séu einhverjum 11 stigum á eftir Njarðvík og Fjölni en í dauðafæri á að fara upp úr deildinni,“ segir Mikael um fyrirkomulagið í hlaðvarpinu Þungavigtinni. Þór er í níunda sæti Lengjudeildarinnar, þó aðeins þremur stigum frá umspilssæti.

„Svo tapa ég einhverjum einum leik í 2. deildinni og sumarið er eiginlega bara farið. Það þyrfti eiginlega að fara með þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu, Villi Vill í málið. Við í KFA vorum með 41 stig í fyrra og fórum ekki upp á markatölu. Svo mætir Vestri með einhver 30 stig og er kominn upp í efstu deild. Hvað er sanngjarnt við þetta? Sjáið þið þetta í einhverjum öðrum löndum?“ sagði Mikael.

Þess má reyndar geta að Vestri endaði með 39 stig í Lengjudeildinni í fyrra. Liðið hafnaði í fjórða sæti en fór upp í Bestu deildina eftir sigur á Aftureldingu, sem hafnaði í öðru sæti, í úrslitaleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta