fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Drullar yfir stjörnuna fyrir að vera viðstaddur fæðingu sonar síns – „Hugarfar vesalings“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. júní 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curtis Woodhouse fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni segir að það sé hugarfar vesalings að fara heim til að vera viðstaddur fæðingu sonar síns.

Phil Foden leikmaður enska landsliðsins yfirgaf herbúðir liðsins í vikunni til að fara til Englands og taka á móti syni sínum. Hann og Rebecca voru að eignast sitt þriðja barn.

Foden var mættur aftur til móts við enska landsliðið í gærkvöldi og var því aðeins í tæpa tvo sólarhringa í Englandi.

„Ef Foden er að fara heim til að vera viðstaddur fæðingu sonar síns þá gef ég lítið fyrir það,“ sagði Woodhouse sem lék fyrir Sheffield, Birmingham og fleiri lið.

„Þið getið öskrað á mig og sagt allt sem þið viljið en þetta er hugarfar vesalings. Vertu með liðinu, barnið verður áfram barn þegar þú kemur heim. Þvílík vitleysa.“

Woodhouse hefuir fengið að heyra það fyrir þessi ummæli sín og eru flestir ósammála honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu