fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Davíð Smári mjög ósáttur með grein Morgunblaðsins – „Það er eitthvað sem ætti að vera skoðað alvarlega“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. júní 2024 09:23

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra segir að það hafi verið sorglega léleg blaðamanneska af hálfu Bjarna Helgasonar á Morgunblaðinu þegar hann skrifaði um málefni Vestra og Fylkis.

Vestri sakaði leikmann Fylkis um rasisma eftir leik liðanna á dögunum, ekki var hægt að sanna brot þessa leikmanns og hætti KSÍ rannsókn á málinu.

Í grein Bjarna var talað um að ásökun Vestra væri rógburður en við þetta er Davíð Smári ósáttur.

Meira:
Blaðamaður Morgunblaðsins sakar Ísfirðinga um að hafa logið til um kynþáttaníð – „Fyrst og fremst rógburður“

„Ég er búinn að lesa þessa grein og ætla að vera hreinskilinn. Mér finnst þetta sorglega léleg blaðamennska þar sem hann talar við annan aðilann í málinu og í öðru lagi er hann stuðningsmaður annars liðsins,“ sagði Davíð Smári við Fótbolta.net í gærkvöldi.

„Mér finnst þetta rosalega léleg blaðamennska og ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Mér finnst eiginlega skammarlegt að þessi aðili sé titlaður sem aðstoðar ritstjóri íþróttadeildar Morgunblaðsins. Það er eitthvað sem ætti að vera skoðað alvarlega það því það er verið að ásaka okkur um lygar.“

Davíð Smári segir að sinn leikmaður hafi upplifað samskiptin sem rasisma og stendur við það. „Við sjáum ekki eftir neinu og miðað við viðbrögð leikmanns okkar er það galin hugmynd að hann sé að gera sér þetta upp,“ sagði Davíð við Fótbolta.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér