fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Frábært framtak í Kaplakrika hefur skipt máli – „Svo sagði hann við mig að við værum búnir að bjarga mannslífum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að framtak FH-inga að styrkja Píeta samtökin með sölu á treyju félagsins hafi vakið mikla lukku. FH opinberaði á dögunum þriðju treyju félagsins sem er gul á litinn.

Þúsund krónur af hverri treyju renna til Píeta samtakanan. Ástæðan fyrir gula litnum í treyjunni er Gulur september sem er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.

Benedikt Þór Guðmundsson sem starfar sem ráðgjafi hjá Píeta segir að treyjan og sýnileiki hennar hafi orðið til þess að fólk sem er með slíkar hugsanir hafi samband.

Garðar Ingi Leifsson, markaðsstjóri FH ræddi um treyjuna í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég hitti Benna hjá Píeta samtökunum í gær, hann þakkaði fyrir hvað þetta hefur gengið vel og góð birting á þessu. Svo sagði hann við mig að við værum búnir að bjarga mannslífum, það fór beint í hjartað,“ sagði Garðar á FM957.

„Síminn er búinn að hringja miklu oftar eftir að treyjan fór í loftið, hann sagði mér að þegar við spiluðum við Fram. Hann sagði á meðan leiknum stóð voru þrír sem horfðu á leikinn og báðu um viðtal.“

FH byrjaði á svona verkefnum í fyrra þegar félagið gaf út bleikan þriðja búning og styrki þá Bleiku slaufuna. „Við erum með hvítan aðalbúning, svartan varabúning. Við getum ekki spilað í hvítu eða svörtu gegn KR í Vesturbænum, við vildum gera eitthvað meira en bara þriðju treyjuna,“ sagði Garðar.

Um Píeta samtökin:
Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“