fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433

Lengjudeild karla: Njarðvík áfram á toppnum – Sterkur sigur Grindvíkinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 20:13

Skjáskot: Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 9. umferð Lengjudeildar karla.

Keflavík tók á móti Njarðvík í suðurnesjaslag og komust heimamenn yfir eftir um stundarfjórðung með marki Ásgeirs Páls Magnússonar. Staðan í hálfleik var 1-0.

Arnar Helgi Magnússon svaraði þó fyrir Njarðvík eftir tæpan klukkutíma leik og 1-1 jafntefli varð lokaniðurstaðan.

Njarðvík er áfram á toppi deildarinnar með 20 stig en Keflavík er í því fimmta, síðasta umspilssætinu, með 11 stig.

Grindavík vann þá flottan sigur á ÍBV eftir fjörugar lokamínútur. Dennis Nieblas gerði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Grindavík en meira var ekki skorað fyrr en tíu mínútur lifðu leiks. Þá tvöfaldaði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson forskot heimamanna.

Vicente Valor minnkaði muninn fyrir Eyjamenn áður en Kwame Quee innsiglaði 3-1 sigur Grindvíkinga.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg og ÍBV sem er sæti neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“