fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433

EM: Georgía skellti Portúgal og fer áfram – Tyrkir hentu Tékkum úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 20:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi er formlega lokið en það var F-riðill sem rak lestina í kvöld. Þar var mikil spenna.

Georgía þurfti sigur á móti Portúgal sem hafði þegar unnið riðilinn og gerði átta breytingar. Fyrrnefnda liðið sýndi magnaða frammistöðu gegn Cristiano Ronaldo og félögum og komust yfir strax á 2. mínútu með marki Khvicha Kvaratskhelia. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Portúgalir náðu aldrei að ógna almennilega í kvöld og Georgíumenn komust í 2-0 á 57. mínútu er Georges Mikautadze skoraði af vítapunktinum. Meira var ekki skorað og sanngjarn sigur Georgíu staðreynd.

Á sama tíma mættust Tékkar og Tyrkir, þar sem fyrrnefnda liðið þurfti sigur. Þetta byrjaði þó ekki vel fyrir þá því Antonin Barak fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 20. mínútu. Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Hakan Calhanoglu kom Tyrklandi yfir snemma í seinni hálfleik en Tomas Soucek svaraði fyrir Tékkland um miðjan hálfleikinn. Cenk Tosun skoraði svo sigurmark Tyrkja í blálokin og gerði út um von Tékka. Lokatölur 1-2.

Portúgal, Tékkland og Georgía fara áfram úr þessum riðli og þýða úrslit kvöldsins einnig að Ungverjar eru úr leik, en þeir gerðu sér vonir um að komast áfram sem eitt af fjórum bestu liðunum í þriðja sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“