fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433

EM: Georgía skellti Portúgal og fer áfram – Tyrkir hentu Tékkum úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 20:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi er formlega lokið en það var F-riðill sem rak lestina í kvöld. Þar var mikil spenna.

Georgía þurfti sigur á móti Portúgal sem hafði þegar unnið riðilinn og gerði átta breytingar. Fyrrnefnda liðið sýndi magnaða frammistöðu gegn Cristiano Ronaldo og félögum og komust yfir strax á 2. mínútu með marki Khvicha Kvaratskhelia. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Portúgalir náðu aldrei að ógna almennilega í kvöld og Georgíumenn komust í 2-0 á 57. mínútu er Georges Mikautadze skoraði af vítapunktinum. Meira var ekki skorað og sanngjarn sigur Georgíu staðreynd.

Á sama tíma mættust Tékkar og Tyrkir, þar sem fyrrnefnda liðið þurfti sigur. Þetta byrjaði þó ekki vel fyrir þá því Antonin Barak fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 20. mínútu. Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Hakan Calhanoglu kom Tyrklandi yfir snemma í seinni hálfleik en Tomas Soucek svaraði fyrir Tékkland um miðjan hálfleikinn. Cenk Tosun skoraði svo sigurmark Tyrkja í blálokin og gerði út um von Tékka. Lokatölur 1-2.

Portúgal, Tékkland og Georgía fara áfram úr þessum riðli og þýða úrslit kvöldsins einnig að Ungverjar eru úr leik, en þeir gerðu sér vonir um að komast áfram sem eitt af fjórum bestu liðunum í þriðja sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433
Í gær

Frábært gengi FH heldur áfram – Nýliðarnar skákuðu Víkingi

Frábært gengi FH heldur áfram – Nýliðarnar skákuðu Víkingi
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar