fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

United fundaði með Barcelona sem sagði takk en nei takk – Þó ekki öll von úti enn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski miðillinn Sport heldur því fram að Manchester United hafi fundað með Barcelona fyrir nokkrum mánuðum síðan og boðið því að kaupa Jadon Sancho.

Samkvæmt frétt miðilsins höfnuðu Börsungar þó þessu tilboði þar sem félagið á ekki efni á að kaupa Sancho. Eru þeir þó enn opnir fyrir því að fá Englendinginn ef hann er fáanlegur á láni í sumar.

Sancho var á láni hjá Dortmund eftir áramót eftir að hafa átt í stríði við Erik ten Hag, stjóra United.

Á dögunum varð ljóst að Ten Hag verður áfram við stjórnvölinn á Old Trafford og á Sancho því líklega enga framtíð fyrir sér þar. Nokkur stórlið hafa sýnt honum áhuga, þar á meðal Dortmund.

Sancho gekk í raðir United frá Dortmund árið 2021 á 73 milljónir punda. Hann hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“