Það skiptir miklu máli fyrir enska landsliðið að vinna Slóveníu í kvöld og hafna þar með í efsta sæti C-riðils EM.
Liðin mætast klukkan 19 í kvöld og á sama tíma mætast hin liðin í riðlinum, Danmörk og Serbía.
Enska liðið hefur verið afar ósannfærandi það sem af er móti, þá sérstaklega í jafntefli gegn Dönum í síðustu umferð.
Sigur gegn Slóvenum þýðir að England vinnur C-riðil og sem stendur þýðir það að liðið myndi mæta Austurríki í 16-liða úrslitum. Liðið myndi svo mæta Ítalíu eða Sviss í 8-liða úrslitum.
Takist Englandi ekki að vinna í kvöld og Danir vinna sinn leik mun enska liðið missa af fyrsta sætinu og þar með lenda Þjóðverjum í 16-liða úrslitum.
Ef liðið myndi komast í gegnum heimamenn yrði andstæðingurinn sennilega spánn í 8-liða úrslitum ef allt fer eftir bókinni.