fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Rice bregst við eftir að fyrrum liðsfélagi drullaði yfir hann – „Kannski er þetta smá biturleiki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice hefur brugðist við ummælum James McClean, fyrrum samherja sínum, en sá gagnrýndi hann harðlega á dögunum.

McClean lék með Rice í írska landsliðinu áður en Rice tók þá umdeildu ákvörðun að skipta um landslið og spila fyrir England.

„Mín skoðun er sú að Declan Rice sé ofmetinn,“ sagði McClean á dögunum.

„Hann er góður leikmaður en hvernig enskir fjölmiðlar tala um hann er gjörsamlega alltof mikið. Hann er ekki í heimsklassa, heimsklassa leikmaður er leikmaður sem kemst í öll lið. Hann gerir það, hann kemst ekki á miðjuna hjá City. Toni Kroos er í heimsklassa, hann stýrir leik. Rodri stýrir leik, Declan Rice gerir það.“

Rice var svo spurður út í þetta í gær.

„Ég spilaði með James í þremur landsleikjum og við náðum vel saman. Ég ætla ekki að sitja hér og hrauna yfir hann. Ég hélt hann væri algjör toppmaður en þegar ég valdi enska landsliðið vissi ég af því að hann væri ósáttur með einhverja hluti,“ sagði hann.

„Það væri auðvelt fyrir mig að svara honum. Við erum á sitt hvorum stað á ferlinum, ég 25 ára og hann 35. Hann hefur rétt á sinni skoðun. Kannski er þetta smá biturleiki því ég valdi að spila fyrir England.“

Rice og liðsfélagar hans í enska landsliðinu mæta Slóveníu í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“