Declan Rice hefur brugðist við ummælum James McClean, fyrrum samherja sínum, en sá gagnrýndi hann harðlega á dögunum.
McClean lék með Rice í írska landsliðinu áður en Rice tók þá umdeildu ákvörðun að skipta um landslið og spila fyrir England.
„Mín skoðun er sú að Declan Rice sé ofmetinn,“ sagði McClean á dögunum.
„Hann er góður leikmaður en hvernig enskir fjölmiðlar tala um hann er gjörsamlega alltof mikið. Hann er ekki í heimsklassa, heimsklassa leikmaður er leikmaður sem kemst í öll lið. Hann gerir það, hann kemst ekki á miðjuna hjá City. Toni Kroos er í heimsklassa, hann stýrir leik. Rodri stýrir leik, Declan Rice gerir það.“
Rice var svo spurður út í þetta í gær.
„Ég spilaði með James í þremur landsleikjum og við náðum vel saman. Ég ætla ekki að sitja hér og hrauna yfir hann. Ég hélt hann væri algjör toppmaður en þegar ég valdi enska landsliðið vissi ég af því að hann væri ósáttur með einhverja hluti,“ sagði hann.
„Það væri auðvelt fyrir mig að svara honum. Við erum á sitt hvorum stað á ferlinum, ég 25 ára og hann 35. Hann hefur rétt á sinni skoðun. Kannski er þetta smá biturleiki því ég valdi að spila fyrir England.“
Rice og liðsfélagar hans í enska landsliðinu mæta Slóveníu í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í kvöld.