fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Fullt veski af peningum til staðar fyrir Arne Slot að nota í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot nýr stjóri Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur af FFP reglunum þegar hann og félagið skoðar leikmenn til að styrkja sig í sumar.

Ensk blöð segja að Liverpool sé ekki í neinum vandræðum og geti eytt rúmlega 150 milljónum punda án þess að hafa áhyggjur.

Ofan á það getur svo bæst ef liðið selur leikmenn.

The Athletic segir að Liverpool vilji fá miðvörð, miðjumann og kantmann í sumar til að styrkja liðið sem Slot tekur við af Jurgen Klopp.

Marc Guehi varnarmaður enska landsliðsins og Crystal Palace er nefndur til sögunnar sem maður sem gæti komið inn í hjarta varnarinnar með Virgil van Dijk.

Slot hefur hafið störf á Anfield og fer nú yfir það með þeim sem ráða hvaða leikmenn skal herja á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina