fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Freyr rak tvo starfsmenn á fyrstu dögunum í starfi – „Ég þurfti að taka til alls staðar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 13:00

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að staðan hjá belgíska félaginu Kortrijk hafi vægast sagt verið erfið þegar hann tók við liðinu í byrjun árs.

Freyr var fenginn yfir til Belgíu frá danska félaginu Lyngby og tókst hið ómögulega, að bjarga Kortrijk frá falli úr úrvalsdeildinni. Það er magnað í ljósi þess sem hann þurfti að takast á við eftir að hann tók við.

„Þeir voru sem sagt ekki að fela neitt. En það voru einhver horn – þar sem var líka drulla og skítur – sem þeir voru ekki einu sinni búnir að átta sig á. Þú spyrð hvernig stemningin var, hún var mjög lág. Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo langur aðdragandi að því. Félagið fór í tvö söluferli og það er löng saga sem er leiðinlegt að fara í gegnum. Það er ástæða fyrir því að félagið var þar sem það var,“ sagði Freyr í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina, en hann segir að hann hefði ekki tekið við liðinu ef hann hefði vitað hver staðan var hjá félaginu áður en hann kom.

Freyr neydist til að reka tvo stafsmenn Kortrijk á fyrstu dögum sínum við stjórnvölinn.

„Hópurinn var illa samsettur og starfsliðið var óreynt. Það var ekki góð harmonía þar. Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn. Ég þurfti að fara þangað. Ég þurfti að taka til alls staðar. Sem betur fer var ég með aðstoðarmann minn, Jonathan Hartmann, með því við höfum ákveðna hugmyndafræði og verkferla sem við vinnum eftir. Á þessu stigi sagði ég við hann: ‘Þú tekur þetta og ég tek til’. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“