Kalvin Phillips ætlar að snúa fyrr aftur til æfinga hjá Manchester City, þar sem hann vill koma ferli sínum á réttan kjöl á ný.
The Sun greinir frá þessu en miðjumaðurinn ætlar að mæta tveimur vikum áður en aðrir leikmenn sem ekki spila með landsliðum sínum, sem og stjórinn Pep Guardiola, snúa aftur.
Phillips hefur átt ansi erfitt uppdráttar frá því hann gekk í raðir City frá Leeds fyrir tveimur árum. Hann var lánaður til West Ham seinni hluta síðustu leiktíðar en þar gekk ekkert upp heldur.
Gengi hans hefur kostað hann sæti í enska landsliðshópnum.
Það er ekki ólíklegt að Phillips yfirgefi City í sumar en hann gerir allavega allt sem hann getur til að vera upp á sitt besta á næstu leiktíð.