Sir Jim Ratcliffe sem nú stýrir öllu hjá Manchester United segir að ekkert hafi gefist tími til þess að fara yfir það sem má bæta hjá kvennaliði félagsins.
Þetta hefur vakið reiði þeirra sem fylgjast náið með kvennaliði félagsins sem varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð.
„Við vorum að vinna bikarinn þar,“ sagði Ratcliffe en ummæli hans í kjölfarið um að einbeiting þeirra væri nú á að laga aðallið félagsins.
„Við höfum ekki farið djúpt í málin í kvennaboltanum, við höfum einbeitt okkur að aðalliðinu. Það hefur tekið allan okkar tíma síðustu sex mánuði.“
Netverjar velta ummælum Ratcliffe fyrir sér og segja. „Ef þetta er aðalliðið, er þá kvennaliðið bara varalið,“ segir einn og fleiri taka í sama streng.