Króatar voru nokkrum sekúndum frá því að tryggja sig áfram í 16 liða úrslit Evrópumótsins en mark á 98 mínútu varð til þess að liðið er úr leik.
Króatar og Ítalía áttust við í hörkuleik sem endaði 1-1.
Mikil dramatík var í kringum mark Króatíu en liðið fékk vítaspyrnu sem Luka Modric klikkaði á. Þeir unnu hins vegar boltann.
Eftir að hafa spilað honum á milli sín kom fyrirgjöf sem Luka Modric tókst að komast á og koma boltanum í netið. Aðeins örfáum sekúndum eftir að hafa klikkað á vítinu.
Það var svo komið á 98 mínútu þegar Mattia Zaccagni smellti boltanum í netið og tryggði Ítalíu áfram. Ótrúleg dramatík en um var að ræða síðustu mínútu í uppbótartíma.
Þeir enda með fjögur stig en Króatar aðeins tvö stig og eru úr leik.
Í hinum leiknum mættust Spánn og Albanía þar sem Spánverjar gerðu tíu breytingar á byrjunarliði sínu.
Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og þar við sat. Spánverjar vinna riðilinn með fullt hús stiga.