Fyrrum knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var staddur í brúðkaupi knattspyrnumannsins Loris Karius og ítölsku sjónvarpskonunnar Diletta Leotta um helgina.
Rúrik birti myndir af brúðkaupi þeirra á Instagram og skrifaði við: „Ástinni fagnað. Takk fyrir að bjóða mér í fallega brúðkaupið ykkar Loris og Diletta.“
Karius er þýskur markvörður sem er á förum frá Newcastle. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool.
Karius og Leotta hafa verið saman síðan 2022 en þau trúlofuðu sig í fyrra. Þau eiga saman eina dóttur.
View this post on Instagram