Neymar var spurður að því hver hann telur að verði næsta stjórstjarnan í heimalandi hans, Brasilíu.
Einhverjir héldu að Neymar myndi nefna hinn þrælefnilega Endrick. Sá verður 18 ára í sumar og gengur í raðir Real Madrid í sumar.
Það gerði Neymar hins vegar ekki heldur telur hann að Estevao Willian.
Um er að ræða 18 ára gamlan leikmann sem spilar með Palmeiras eins og Endrick. Chelsea er hins vegar búið að tryggja sér þjónustu hans næsta sumar.
„Estevao verður snillingur,“ sagði Neymar einfaldlega.