Það vakti nokkra furðu þegar Jack Grealish var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir Evrópumótið, ekki var pláss fyrir hann í 26 manna hópi.
Grealish er kantmaður Manchester City en átti erfitt tímabil og Gareth Southgate ákvað að velja hann ekki.
Eftir að hafa tekið vonbrigðin inn er Grealish byrjaður að æfa á fullum krafti og birta myndir af því.
Grealish virðist vera staddur á Ítalíu en á litlu æfingasvæði sem hann var á var allt merkt Juventus.
Grealish kostaði City 100 milljónir punda en hann var að klára sitt þriðja tímabil hjá félaginu þar sem hann hefur í þrígang orðið enskur meistari.