Leiknum lauk 1-5 fyrir Val og var hann til umræðu í sérstöku hlaðvarpi 433.is í kringum EM, þar sem einnig var komið inn á gang mála í Bestu deildinni.
„Ég heyrði þetta og sannreyndi svo með því að heyra í mönnum mjög nálægst valsliðinu, en Gylfi keyrði á Ísafjörð á föstudaginn. Allt lið Vals flaug á laugardagsmorgninum en honum hugnaðist ekki að fljúga þangað. Ég veit svosem ekki alveg af hverju,“ sagði Hörður Snævar Jónsson þar.
„Það er náttúrulega óþægilegt aðflugið þarna,“ skaut Helgi Fannar Sigurðsson inn í.
Hörður sagðist þá ekki vita hvort aðflugið á Ísafirði sé ástæða þess að Gylfi keyrði í stað þess að fljúga.
„Ég er að segja það. Hvort það tengist því ætla ég ekki að fullyrða um.“