fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Atvik sem rifjaði upp óþægilegar minningar – „Þá veit maður alltaf að það er eitthvað alvarlegt“

433
Mánudaginn 24. júní 2024 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp óhugnanlegt atvik í leik Ungverjalands og Skotlands á EM í gær. Þá féll Barnabas Varga meðvitundarlaus til jarðar eftir högg frá markverðinum Angus Gunn, en þeir kljáðust um boltann.

Varga lá meðvitundarlaus um tíma en var að lokum borinn af velli og farið með hann á sjúkrahús. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti í gærkvöldi að Varga væri með meðvitund og ástand hans stöðugt, en að hann þyrfti sennilega að fara í aðgerð.

Þetta var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar á 433.is um EM. Þar fannst mönnum atvikið óneitanlega minna á þegar Christian Eriksen hneig til jarðar í leik Danmerkur gegn Finnlandi á EM fyrri þremur árum.

„Eftir að hafa horft á síðasta Evrópumót, þó það hafi verið öðruvísi atvik þar sem Eriksen hneig niður upp úr þurru, þá var þetta mjög óhugnanlegt, þegar þeir mættu með einhverja borða til að setja í kringum hann og þess háttar. En vonandi fer þetta vel hjá honum,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.

„Þetta rifjar upp óþægilegar minningar, þessi borði sem er settur í kring svo það sjáist ekkert. Og að sjónvarpið vilji ekki sýna aftur frá þessu,“ sagði Hörður Snævar Jónsson áður en Helgi tók til máls á ný.

„Þá veit maður alltaf að það er eitthvað alvarlegt. En það verður mögulega að setja aðeins út á viðbrögð Þjóðverjanna. Þeir eru heillengi inn á með börurnar. Þjálfari og leikmenn Ungverjalands voru að öskra þá áfram og það endar með því að leikmenn Ungverjalands taka börurnar af þeim og hlaupa að Varga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sögðu skilið við svekkelsið í gær

Sögðu skilið við svekkelsið í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“