fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Varga er með meðvitund og er ekki í lífshættu – Spilar ekki meira á mótinu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2024 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungverska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að framherjinn Barnabas Varga sé með meðvitund.

Óhugnanlegt atvik átti sér stað í kvöld á EM í Þýskalandi en Varga missti meðvitund í leik gegn Skotum.

Ungverjaland vann þennan leik 1-0 en sigurmarkið var skorað er 100 mínútur voru komnar á klukkuna.

Varga var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið einhvers konar högg en hann lá meðvitundarlaus í vítateig Skota.

Sem betur fer er í lagi með sóknarmanninn og er hann á fínum batavegi að sögn ungverska sambandsins.

Marco Rossi, þjálfari Ungverja, hefur tjáð sig um atvikið og staðfestir að Varga sé ekki í lífshættu.

,,Líf Barnabas Varga er ekki í hættu. Hann mun fara í aðgerð eftir að hafa brákað bein í andlitinu en spilar ekki meira á EM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona