fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Upplifði verstu tíma ferilsins í ensku úrvalsdeildinni – ,,Ekkert eins og ég ímyndaði mér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2024 09:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Weston McKennie viðurkennir að hann sjái verulega eftir því að hafa samið við enska félagið Leeds 2023.

McKennie var lánaður til Leeds í hálft tímabil frá Juventus en gat lítið sem ekkert er liðið féll úr efstu deild.

McKennie er enn á mála hjá Juventus í dag og spilaði 38 leiki á síðustu leiktíð en mistókst að skora mark.

Bandaríkjamaðurinn viðurkennir að tíminn hjá Leeds hafi verið erfiður en hann þurfti að kynnast nýjum lífstíl og nokkrum þjálfurum sem tóku við á stuttum tíma.

,,Tíminn minn hjá Leeds var líklega einn af mínum lágpunktum, ef ekki sá lægsti á mínum ferli,“ sagði McKennie.

,,Ég reyni alltaf að horfa á það jákvæða því ég var hjá Juventus og spilaði í hverri viku og kannski missti ég hausinn aðeins, vitandi það að ég myndi spila alla leiki.“

,,Að fara til Leeds og spila eins og ég gerði og hvernig þetta endaði allt saman – fjórir þjálfarar á fimm mánuðum, ekkert af þessu var eins og ég hafði ímyndað mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“