Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, fékk nokkuð mikinn skít eftir svar sem hann gaf á blaðamannafundi fyrir helgi.
Southgate var spurður út í Trent Alexander-Arnold sem hefur byrjað báða leiki Englands á EM á miðjunni en er í raun bakvörður.
Trent hefur ekki staðist væntingar á mótinu hingað til og var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik á fimmtudag í 1-1 jafntefli við Danmörku.
Southgate viðurkennir sjálfur að hann sé að reyna eitthvað nýtt og það á lokamóti – eitthvað sem margir eru afskaplega ósáttir með.
,,Ég vildi fá Conor inn á völlinn, við þurftum ákveðna orku og við þurftum að pressa betur,“ sagði Southgate.
,,Alexander Arnold átti sín augnablik þar sem hann skilaði sínu en við vitum að þetta er tilraun.“
,,Við erum ekki með náttúrulegan arftaka Kalvin Phillips. Við erum að reyna misnunandi hluti og erum ekki að ná eins vel saman og við vonuðumst eftir.“