Marc Cucurella bakvörður spænska landsliðsins hefur komið mörgum á óvart á Evrópumótinu með mögnuðum frammistöðum í spænska landsliðinu.
Cucurella hefur átt tvö mjög erfið tímabil í liði Chelsea og reyndi félagið að losa sig við hann síðasta sumar.
Fyrir mótið áttu fáir von á því að Cucrella yrði í stóru hlutverki en hann hefur reynst liðinu vel.
Gary Neville ræddi um Cucurella fyrir Evrópumótið og taldi nærveru hans stærstu ástæðu þess að enginn hefði trú á liðinu.
„Ég held að hann sé ein af ástæðum þess að við teljum að þeir geta ekki farið alla leið,“ sagði Neville en síðan þá hefur margt breyst á nokkrum dögum.