fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Vestri sendir frá sér yfirlýsingu – „Harmar að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir kynþáttafordómum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að félagið harmi kynþáttafordóma sem leikmaður liðsins varð fyrir í leik gegn Fylki í Bestu deild karla í gær.

Málið hefur verið í fréttum í dag en í yfirlýsingunni kemur fram að það sé komið á borð KSÍ.

Meira
Davíð Smári fullyrðir að Árbæingar hafi verið með kynþáttaníð í kvöld – „Hlutir sem gerast hérna sitja í manni“

Það var Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sem sakaði leikmann Fylkis um kynþáttafordóma í garð leikmanns síns. Ekki kemur fram hverjir eiga í hlut.

Yfirlýsing Vestra
Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vestra vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þriðjudaginn 18.júní s.l.

Knattspyrnudeild Vestra harmar að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins á móti Fylki, þegar leikmaður Fylkis lætur rasísk orð í garð leikmanns Vestra falla. Erindið hefur verið sent á borð Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudeild Vestra stendur þétt við bakið á leikmanni liðsins og styður hans eins vel og mögulegt er. 

Hjá Vestra er ekkert svigrúm fyrir kynþáttfordómum af neinu tagi. Slík ummæli eiga hvorki heima innan knattspyrnuhreyfingarinnar né annar staðar.

Hjá knattspyrnudeild Vestra starfa og iðka einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynjum og af hinum ýmsu þjóðernum. Hjá félaginu eru öll velkomin. 

Félagið biður fjölmiðla að gefa aðilum málsins svigrúm því eins og gefur að skilja geta atvik sem þessi haft djúpstæð áhrif á þá er málið varðar. 

Félagið mun ekki tjá sig frekar um málavexti.

Knattspyrnudeild Vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Í gær

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Í gær

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“