Myndband af Cristiano Ronaldo áður en hann tók aukaspyrnu fyrir Portúgal í sigri á Tékkum á EM í gær hefur farið eins og eldur í sinu. Vakin er athygli á því og umræðunni í enskum miðlum í dag.
Portúgal vann 2-1 sigur og fer vel af stað í riðlakeppni EM. Ronaldo spilaði allan leikinn og stóð sig vel.
Það er þó eitt augnablik í leiknum sem hefur mikið verið milli tannanna á netverjum en þar er því velt upp hvað Ronaldo sagði áður en hann tók aukaspyrnu í gær.
Margir eru á því að hann hafi sagt „Vais marcar“ sem þýðir „þú munt skora“ á portúgölsku.
Önnur en ósennilegri kenning sem hefur flogið hátt er þó sú að Ronaldo hafi sagt „Bismillah“ en það þýðir „í nafni Allah“ í íslamskri trú. Ronaldo spilar auðvitað með Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Cristiano Ronaldo, serbest vuruş öncesi “Bismillah” dedi. pic.twitter.com/4AotkGLigp
— TRX (@trxhaber) June 18, 2024