Alan Shearer sérfræðingur BBC segir það vera furðulegt að Erik ten Hag sendi pillur á sérfræðinga en mæti svo sjálfur í það sæti.
Shearer fékk pillu frá Ten Hag eftir úrslitaleik enska bikarsins þar sem United vann sigur.
„Það að hann hafi verið að senda pillur á okkur sérfræðinga þá var það áhugavert að sjá hann mæta í sjónvarpið í Hollandi nýlega. Þetta hefur verið farsi allt málið,“ sagði Shearer um það að Ten Hag yrði áfram.
Það var til skoðunar að reka Erik ten Hag og hafði United fundað með þjálfurum um að taka við en á endanum var ákveðið að halda Ten Hag.
„United þurfti að fara til Ibiza og láta vita að hann yrði áfram, þeir létu hann vita að þeir hefðu fundað með öðrum þjálfurum.“
„Þetta er biluð staða, svona á ekki að gerast í fótboltanum. Ef þú talar við aðra þjálfara þá verður það vera algjört leyndarmál.“