fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Óvæntar vendingar eftir árásina á Spáni – Fórnarlambið fær á baukinn frá stjórnmálamanni og netverjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar spænsku eyjunnar Ibiza eru orðnir þreyttir á skemmtistaðaeigandanum Wayne Lineker. Þetta kemur í kjölfar þess að hann var kýldur til jarðar á eyjunni í síðustu viku. Daily Mail fjallar um málið.

Hinn 62 ára gamli Wayne er bróðir Gary Lineker, fyrrum landsliðsmanns Englands og sjónvarpsstjörnu. Hann er þekktur í skemmtannabransanum á Ibiza og fleiri spænskum eyjum, þar sem hann á fjölda skemmtistaða.

Í síðustu viku komst hann í fréttirnar eftir að hann var kýldur til jarðar eftir að hafa átt í orðaskiptum við hóp yngri manna. Var hann fremur illa haldinn eftir höggið, var blóðugur og steinlá í sex mínútur. Lögregla mætti á svæðið en á endanum yfirgaf Wayne svæðið í leigubíl.

Meira
Myndband af óhugnanlegri árás á Spáni fer eins og eldur í sinu – Fórnarlambið er vel þekktur maður

Kappinn lét þetta þó ekki á sig fá og hefur hann verið áberandi á djamminu á Ibiza undanfarna daga. Margir virðast vera að fá nóg af honum og menningunni sem staðir hans, þá sérstaklega O Beach á Ibiza, hafa búið til. Mikill hávaði kemur frá staðnum nær allan sólarhringinn og er hann þá sagður hafa ýtt undir eiturlyfjamenningu.

Antonio Lorenzo er stjórnmálamaður á eyjunni og lét hann Wayne heyra það eftir að hann kom sér í fréttirnar á dögunum. Hann gæti aðeins sjálfum sér um kennt og væri fórnarlamb þeirrar óhóflegu drykkjumenningar sem hann hafði sjálfur búið til.

„Þetta verður ekki leyst með aukinni öryggisgæslu. Þetta verður leyst með því að breyta ferðaþjónustumódelinu,“ sagði Lorenzo enn fremur, en margir eru orðnir þreyttir á of mörgum ferðamönnum á eyjunni, sem og fleiri spænskum ferðamannastöðum.

Sem fyrr segir hefur Wayne verið áberandi á djamminu eftir árásina. Á föstudag sást hann á spjallinu við stelpur á bilinu 20-30 ára.

Stjórnmálamenn eru ekki þeir einu sem hafa látið Wayne heyra það en íbúar eru orðnir ansi þreyttir á honum. Einhverjir netverjar hafa tekið svo djúpt í árina að hann sé að eyðileggja eyjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“