fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Miklar líkur á að Ryder verði rekinn – Taka Pálmi og Bjarni við?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 16:14

Pálmi Rafn Pálmason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru yfirgnæfandi líkur á því að KR láti Gregg Ryder fara sem þjálfara í dag. Samkvæmt heimildum 433.is er líklegt að Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Guðjónsson taki tímabundið við liðinu.

Pálmi hefur verið aðstoðarþjálfari Ryder í sumar og Bjarni er framkvæmdarstjóri félagsins en hættir í því starfi í ágúst.

Stjórn KR hefur rætt málið í dag og hefur það meðal annars komið til tals að Óskar Hrafn Þorvaldsson taki við, það gerist ekki strax.

KR tapaði gegn ÍA í gær og stýrði Ryder æfingu dagsins en svo gæti farið að hann verði rekinn síðar í dag.

Ryder verði fyrsti þjálfarinn í Bestu deild karla sem missir starf sitt á þessu tímabili ef þetta raungerist.

Ryder er á sínu fyrsta tímabili með KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn ráðgjafi KR á dögunum en nú er talið líklegt að hann taki við þjálfun liðsins á næstu mánuðum.

Ryder hafði stýrt Þrótti og Þór hér á landi áður en hann fór til Danmerkur. Leit KR að þjálfar síðasta haust var mikið í fréttum en fjöldi þjálfara hafnaði starfinu áður en kom að Ryder.

KR vann fyrstu tvo leiki sumarsins á útivelli en liðið hefur ekki enn unnið leik á heimavelli og er með ellefu stig í Bestu deildinni, aðeins fjórum frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki