Ruud Gullit segist hafa verið stoltur af því að sjá þrjá stuðningsmenn Hollands mæta á leik á EM klædda upp sem hann.
Mennirnir höfðu allir litað andlitið á sér svart og sett upp hárkollu til að líkjast Gullit.
Mennirnir þrír mættu svona á leik Hollands og Póllands og hafa fengið mikla gagnrýni fyrir.
Í mörg ár hefur það verið túlkaður sem rasismi þegar hvítt fólk málar á sig „blackface“ eins og það er kallað.
„Ég er stoltur af því að þeir vilji minna á mig,“ segir Gullit við hollenska fjölmiðla.
Einn af þeim aðilum sem mætti klæddur sem Gullit segist sjá eftir hegðun sinni og ætlar aldrei að gera þetta aftur.