Juventus gæti hætt við að fá Mason Greenwood í sumar og reynt við annan leikmann Manchester United, Jadon Sancho, í staðinn. The Sun segir frá.
Greenwood var á láni hjá Getafe á síðustu leiktíð og stóð sig vel. United ætlar hins vegar að selja hann í sumar.
Juventus virtist vera í bílstjórasætinu um leikmanninn en nú er talað um að áhuginn hafi minnkað eftir mótmæli frá stuðningsmönnum, en Greenwood var áður sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni og nú barnsmóður.
Juventus er því sagt hafa snúið sér að Sancho, sem var á láni hjá Dortmund seinni hluta leiktíðar. Þýska félagið hefur áhuga á að fá hann endanlega en líkurnar minnkuðu þegar Edin Terzic hætti sem stjóri liðsins á dögunum.
United vill 40 milljónir punda fyrir Sancho sem er sennilega of hár verðmiði fyrir Juventus. Félagið gæti þó farið þá leið að fá hann lánaðan með kaupmöguleika.