Níu aðilar hafa verið handteknir á Spáni og eru sagðir tengjast íslamska ríkinu. Ætlunin þeirra á að hafa verið að drepa leikmenn Real Madrid.
Segir í fréttum á Spáni að sérsveitin hafi handtekið níu aðila sem tengjast íslamska ríkinu.
Hafi þeir verið með plön um það að fremja hryðjuverk á heimaleik Real Madrid þar sem stefnt var að því að myrða leikmenn félagsins.
Þá átti að reyna að myrða stuðningsmenn Real Madrid en sagt er að mennirnir hafi ætlað að nota stórar sprengjur í þetta.
Mennirnir eru allir í haldi lögreglu og verður málið til rannsóknar á næstunni.