Brasilíska goðsögnin Ronaldinho hefur þvertekið fyrir það að hann hafi látið núverandi lið Brasilíu heyra það opinberlega.
Ronaldinho kom mörgum á óvart nýlega er hann birti skilaboð á samskiptamiðla og talaði alls ekki vel um brasilíska landsliðið.
Ronaldinho sagði á meðal annars að hann væri búinn að fá nóg, að það væru engir leiðtogar í liðinu og að leikmennirnir væru ekki í hæsta gæðaflokki.
Nú hefur Brassinn svarað fyrir sig en hann hann segist einfaldlega hafa verið að birta skilaboð sem hann fær á sína Instagram síðu.
,,Ég myndi aldrei yfirgefa brasilískan fótbolta, aldrei og ég myndi aldrei segja það sem lið voruð að lesa,“ sagði Ronaldinho.
,,Þessi skilaboð komu frá stuðningsmönnum Brasilíu og ég sá þessi ummæli á internetinu. Ímyndið ykkur að lesa þessi skilaboð fyrir leik.“