Mynd af miðjumanninum James McClean er að vekja mikla athygli þessa stundina en hann er leikmaður Wrexham.
McClean er kominn á seinni árin í boltanum en hann er 35 ára gamall og undirbýr sig fyrir næsta tímabil.
Margir segja að McClean minni þau á Cristiano Ronaldo sem hefur haldið sér í sturluðu standi allan ferilinn.
McClean á að baki marga leiki í efstu deild Englands en hefur undanfarið hjálpað Wrexham í neðri deildunum.
,,Ekki dæla of miklu í þig, við þurfum þig í lagi!“ skrifar einn við þessa færslu McClean og bætir annar við: ,,Þú ert akkúrat núll prósent fita“
McClean er ekki aðeins í boltanum en hann hefur einnig verið að æfa box undanfarin ár.