fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Teikna upp svarta mynd af stöðunni vestur í bæ – „Gjaldþrota Reykjavíkurborg mæti þarna með peninga og geri eitthvað“

433
Laugardaginn 15. júní 2024 07:00

Vesturbær Reykjavíkur. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út í hverri viku á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og með þeim í setti í þetta skiptið var Hörður Snævar Jónsson.

video
play-sharp-fill

Í þættinum var rætt um KR, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri kominn inn í ráðgjafahlutverk hjá félaginu. Aðstöðumál hjá félaginu bárust hins vegar í tal í kjölfarið.

„Maður heldur alltaf að þetta sé að fara að gerast. Ég hef ekki séð neitt á þessu ári um að framkvæmdir séu að fara af stað. Það eru einhver ár í að KR-ingar geti treyst á að gjaldþrota Reykjavíkurborg mæti þarna með peninga og geri eitthvað,“ sagði Hörður.

„Þetta er stærsti klúbburinn. Áhorf á deildina fer eftir hvort KR gangi vel eða illa. Þessi aðstaða er náttúrulega ömurleg. Ég fór sennilega á þennan völl fyrst 1995 og það er allt eins, búið að mála einhverjar nokkrar spýtur.“

Helgi tók undir þetta.

„Og ef þú horfir upp þegar þú ert í stúkunni er allt ryðgað.“

Umræðan um KR og Óskar í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
Hide picture