Íþróttavikan kemur út í hverri viku á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og með þeim í setti í þetta skiptið var Hörður Snævar Jónsson.
Í þættinum var rætt um KR, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri kominn inn í ráðgjafahlutverk hjá félaginu. Aðstöðumál hjá félaginu bárust hins vegar í tal í kjölfarið.
„Maður heldur alltaf að þetta sé að fara að gerast. Ég hef ekki séð neitt á þessu ári um að framkvæmdir séu að fara af stað. Það eru einhver ár í að KR-ingar geti treyst á að gjaldþrota Reykjavíkurborg mæti þarna með peninga og geri eitthvað,“ sagði Hörður.
„Þetta er stærsti klúbburinn. Áhorf á deildina fer eftir hvort KR gangi vel eða illa. Þessi aðstaða er náttúrulega ömurleg. Ég fór sennilega á þennan völl fyrst 1995 og það er allt eins, búið að mála einhverjar nokkrar spýtur.“
Helgi tók undir þetta.
„Og ef þú horfir upp þegar þú ert í stúkunni er allt ryðgað.“
Umræðan um KR og Óskar í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar