Luciano Spalletti, landsliðsþjálfari Ítala, bannar ekki leikmönnum sínum að spila tölvuleiki á meðan EM í Þýskalandi fer fram.
Ítalskir miðlar vildu meina að Spalletti væri mjög á móti tölvuleikjum og að þeir væru stranglega bannaðir á meðan EM stæði yfir.
Talað var um að Spalletti hefði áhyggjur af því að sínir leikmenn fengju ekki góðan svefn og að þeir myndu gleyma sér í ákveðnum leikjum.
Ítalinn hefur nú svarað fyrir sig en hann er að þjálfa landslið í fyrsta sinn eftir að hafa þjálfað lið eins og Napoli, Roma og Inter Milan.
,,Stundum verð ég mjög leiður og ég er mjög svekktur me að þurfa að tjá mig um svona fréttir – ég get ekki skilið af hverju ég þarf að segja eitthvað,“ sagði Spalletti.
,,Við erum með leikherbergi og þar eru tvær PlayStation vélar. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þessum leikjum.“
,,Þeir spila á réttum tíma dags. Það sem skiptir máli er að þeir fái svefn á nóttunni. Ég skipti mér ekki af því sem þeir gera en ég vil ekki að þeir séu vakandi allar nætur.“