Það er stórleikur í Bestu deild karla á þriðjudag þegar Valur tekur á móti Víkingi í áhuagverðum slag.
Víkingur situr á toppi deildarinnar en Valur er í þriðja sætinu og er aðeins fjórum stigum á eftir.
Liðin hafa boðað til blaðamannafundar sem hefst klukkan 13:00 og má sjá hér að neðan.
Búið er að boða til veislu á Hlíðarenda fyrir leik þar sem stuðningsmenn geta gert sér glaðan dag.