Kylian Mbappe var einn af leikmönnum franska landsliðsins sem missti af æfingu liðsins í gær.
Vírus er í leikmannahópi Frakkland og hafa nokkrir leikmenn glímt við veikindi síðustu daga.
Mbappe gat ekki æft í gær en það eru þó ekki veikndi heldur meiðsli en Kingsley Coman var veikur.
Fleiri leikmenn hafa fengið pestina en Ousmane Dembele var einn þeirra.
Frakkar hefja leik á EM á mánudag þegar liðið mætir Austurríki í fróðlegum leik.